Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 14:11 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent