Kemur þetta fram á enska íþróttamiðlinum Sky Sports en þar segir einnig að Juventus hafi boðið Manchester City að kaupa Portúgalann markheppna. Tilboð upp á 25 milljónir evra er nóg að mati ítalska félagsins sem borgaði 100 milljónir evra fyrir Ronaldo sumarið 2018.
Hinn 36 ára gamli Ronaldo skaust fram á sjónarsviðið með Manchester United fyrr á þessari öld og ljóst að stuðningsfólk liðsins yrði ekki sátt ef hann myndi ákveða að ganga til liðs við ljósbláa hluta borgarinnar.
Jorde Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hefur staðið í ströngu undanfarið enda ekki mörg lið sem geta uppfyllt launakröfur leikmannsins. Hann var orðaður við París Saint-Germain áður en Lionel Messi samdi við félagið. Fari svo að Kylian Mbappé fari til Real Madrid gæti opnast hurð fyrir Ronaldo.
Manchester City ku vera áhugasamt um að fá leikmanninn í sínar raðir þar sem það er ljóst að félagið mun ekki festa kaup á Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, í sumar. City er tilbúið að bjóða Ronaldo tveggja ára samning og laun upp á 15 milljónir evra samkvæmt Sky.
Jorge Mendes will talk with Juventus today. Cristiano Ronaldo was not starting vs Udinese because he wanted to look for options - while Mendes approached Manchester City. #MCFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 26, 2021
Juventus want 28/30m fee for Ronaldo. Man City have no intention to pay. There s no bid yet. pic.twitter.com/Aa0IBvX5Ut
Manchester City á þó enn eftir að leggja fram tilboð. Félagið hefur slétta viku til að ákveða hvort það vilji láta reyna á ást Ronaldo í garð Manchester United eða ekki.