„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:23 Elín Metta Jensen hér fyrir miðju í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira