Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2021 22:31 Torséðu B-2 Spirit-sprengjuþoturnar lentu í Keflavík í gærkvöldi. U.S. Air Force/Victoria Hommel Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. Þegar Bandaríkjaher vill virkilega sýna mátt sinn, þá sendir hann torséðu B-2 sprengjuþotuna á vettvang. Mikla athygli vakti fyrir tveimur árum þegar þota þessarar tegundar lenti í fyrsta sinn í Keflavík. Í gærkvöldi var ekki bara ein á ferðinni heldur þrjár, sem sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 á myndum Víkurfrétta af lendingunni. Heimastöð B-2 vélanna er á Whiteman-herflugvellinum í Missouri í Bandaríkjunum.U.S. Air Force/Victoria Hommel Þær komu hingað til lands frá Bandaríkjunum og munu hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Um 180 liðsmenn bandaríska flughersins fylgja sprengjuþotunum. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Bandaríska sprengjuflugsveitin fær tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið á Íslandi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins.U.S. Air Force/Victoria Hommel Fyrir eru í Keflavík um 170 liðsmenn bandaríska sjóhersins sem fylgja kafbátaleitarvélum og einnig 130 liðsmenn pólska flughersins, sem eru í loftrýmisgæslu með fjórar F-16 orrustuþotur. Þannig eru alls um 480 erlendir hermenn staðsettir í Keflavík þessa dagana en á myndum bandaríska flughersins, sem John E. Hillier tók, sjást einnig tvær Galaxy C-5, stærstu herflutningaþotur heims. Landhelgisgæslan segir að með æfingunum gefist bandarísku sprengjuflugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið hér á landi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þegar Bandaríkjaher vill virkilega sýna mátt sinn, þá sendir hann torséðu B-2 sprengjuþotuna á vettvang. Mikla athygli vakti fyrir tveimur árum þegar þota þessarar tegundar lenti í fyrsta sinn í Keflavík. Í gærkvöldi var ekki bara ein á ferðinni heldur þrjár, sem sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 á myndum Víkurfrétta af lendingunni. Heimastöð B-2 vélanna er á Whiteman-herflugvellinum í Missouri í Bandaríkjunum.U.S. Air Force/Victoria Hommel Þær komu hingað til lands frá Bandaríkjunum og munu hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Um 180 liðsmenn bandaríska flughersins fylgja sprengjuþotunum. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Bandaríska sprengjuflugsveitin fær tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið á Íslandi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins.U.S. Air Force/Victoria Hommel Fyrir eru í Keflavík um 170 liðsmenn bandaríska sjóhersins sem fylgja kafbátaleitarvélum og einnig 130 liðsmenn pólska flughersins, sem eru í loftrýmisgæslu með fjórar F-16 orrustuþotur. Þannig eru alls um 480 erlendir hermenn staðsettir í Keflavík þessa dagana en á myndum bandaríska flughersins, sem John E. Hillier tók, sjást einnig tvær Galaxy C-5, stærstu herflutningaþotur heims. Landhelgisgæslan segir að með æfingunum gefist bandarísku sprengjuflugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið hér á landi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00