„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 20:38 Stjörnukonur áttu flottan leik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. „Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast