Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en það voru liðsmenn Hammarby sem náðu forystunni áður en gengið var til búningsherbergja. Staðan var 17-15 þegar flautað var til hálfleiks, og munurinn því tvö mörk.
Kristianstad var hinsvegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik, og náði fljótt að snúa forskotinu ser í vil. Hammarby skoraði einungis fimm mörk í seinni hálfleik, gegn 12 mörkum Kristianstad.
Lokatölur því 27-22, en bæði lið eru með einn sigur og eitt tap í fyrstu tveim leikjum riðlakeppninnar.