Mbl segir frá þessu og vísar í orð Birgis Jónssonar forstjóra sem segir að ákveðið hafi verið að gera breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtæksins.
Birgir segir breytingarnar gerðar eftir að nýir fjárfestar komu að fyrirtækinu og að áherslur félagsins taki breytingum, meðal annars vegna ákvörðunar Play að sækja inn á Bandaríkjamarkað.
Þórður kom til Play í mars á síðasta ári frá Icelandair þar sem hann hafði meðal annars stýrt aðfangakeðju félagsins.