Húseigandinn dró tilboð um fyrirhuguð hjúkrunarrými til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:13 Til stóð að reka hjúkrunarrýmin í húsnæðinu við Urðarhvarf 8. Fyrirtækið Heilsuvernd var búið að komast að samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram. Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira