Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálfstæðisflokkinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun