Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2021 20:35 Birkir Hlynsson, aðstoðaþjálfari ÍBV, stýrði liðinu í fjarveru Ian Jeffs. Vísir/Elín Björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. „Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15