Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2021 19:00 Frá samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur. Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón „Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við: „Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“ Afganistan Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur. Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón „Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við: „Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“
Afganistan Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00
Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44