Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2021 19:00 Frá samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur. Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón „Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við: „Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“ Afganistan Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur. Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón „Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við: „Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“
Afganistan Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00
Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44