Hver er framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 13:00 Það er sorglegt að flókið regluverk, úr sér gengin löggjöf, steinrunnar stofnanir og skilningsleysi kerfisins sé dragbítur framfara og verðmætasköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Á sama tíma höfum við fjölmörg sóknarfæri í óbeisluðum krafti, hugviti, auðlindum og dugnaði í íslenskum sveitum og sjávarplássum. Þessi kraftur býður þess að fá að skapa verðmæti og velsæld, þjóðinni til heilla. Skilningsleysi verulegs hluta stjórnmálastéttarinnar, sem kristallast í úreltu regluverki og sorglegri vöntun á metnaðarfullri framtíðarsýn, eru hins vegar eins og myllusteinn sem halda aftur af framförum í íslenskum landbúnaði. Raddir forneskju Tveir kórar, skipaðir mismunandi röddum úreltra hugmynda, láta mikið að sér kveða í opinberri umræðu um íslenskan landbúnað. Annars vegar eru það þeir sem telja að lausn allra vandamála í íslenskum landbúnaði felist í því að moka sífellt meiri fjármunum inn í greinina. Slíkt hefur engin áhrif til langframa nema með fylgi breytt viðhorf og vel ígrundaðar kerfisbreytingar. Þá hrópa úr annarri átt þeir sem vilja að Ísland snúi baki við bændum og landsbyggðinni. Oft eru þessi skilaboð klædd í búning skrúðmælgi og því hnýtt við að Evrópusambandsaðild gæti leyst allan vanda. Megin þorri þjóðarinnar vill hins vegar ekki fórna landbúnaði, bændum og landsbyggðinni fyrir hagsmuni fámennar heildsalaklíku. Sem betur fer er staðan ekki svona svarthvít það eru fleiri hliðar á teningnum. Sanngjörn samkeppni Í heimi hraðra breytinga þarf að laga starfsskilyrði landbúnaðarins að breyttri heimsmynd og kröfum neytenda um betri vöru sem framleidd er á forsendum umhverfis, velferðar og heilnæmis. Það er forgangsatriði að laga regluverkið þannig að bændur og afurðarfyrirtæki þeirra geti keppt á sanngirnisgrundvelli við innflutning og erlenda verksmiðjuframleiðslu. Það eru engar töfralausnir til en það er ýmislegt sem hægt er að gera til að hjálpa íslenskum landbúnaði að bjarga sér sjálfur. Bændur eru ekki að biðja um ölmusu, heldur einfaldlega að leikreglurnar séu sanngjarnar. Framsókn íslenskrar matvælaframleiðslu Íslenskir bændur standa einstaklega vel að vígi þegar kröfur um umhverfisvænleika, loftslagsábyrgð og dýravelferð eru sífellt að verða háværari. Sjálfur hef ég í áratugi barist fyrir hagsmunum bænda og annarra matvælaframleiðenda á ýmsum vettvangi. Meðal annars lagt til aukna skógrækt, frelsi til samvinnu afurðastöðva, meiri stuðning við nýsköpun og svo mætti áfram telja. Íslenskir bændur og aðrir matvælaframleiðendur standa frammi fyrir fjölda tækifæra í heimi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir afurðum sem framleiddar eru á forsendum helstu styrkleika Íslands. Við þurfum að sjá þessa styrkleika og nýta okkur þá. Nú er kominn tími til að láta verkin tala og hefja fyrir alvöru framsókn íslenskrar matvælaframleiðslu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun: Kosningar 2021 Matvælaframleiðsla Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að flókið regluverk, úr sér gengin löggjöf, steinrunnar stofnanir og skilningsleysi kerfisins sé dragbítur framfara og verðmætasköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Á sama tíma höfum við fjölmörg sóknarfæri í óbeisluðum krafti, hugviti, auðlindum og dugnaði í íslenskum sveitum og sjávarplássum. Þessi kraftur býður þess að fá að skapa verðmæti og velsæld, þjóðinni til heilla. Skilningsleysi verulegs hluta stjórnmálastéttarinnar, sem kristallast í úreltu regluverki og sorglegri vöntun á metnaðarfullri framtíðarsýn, eru hins vegar eins og myllusteinn sem halda aftur af framförum í íslenskum landbúnaði. Raddir forneskju Tveir kórar, skipaðir mismunandi röddum úreltra hugmynda, láta mikið að sér kveða í opinberri umræðu um íslenskan landbúnað. Annars vegar eru það þeir sem telja að lausn allra vandamála í íslenskum landbúnaði felist í því að moka sífellt meiri fjármunum inn í greinina. Slíkt hefur engin áhrif til langframa nema með fylgi breytt viðhorf og vel ígrundaðar kerfisbreytingar. Þá hrópa úr annarri átt þeir sem vilja að Ísland snúi baki við bændum og landsbyggðinni. Oft eru þessi skilaboð klædd í búning skrúðmælgi og því hnýtt við að Evrópusambandsaðild gæti leyst allan vanda. Megin þorri þjóðarinnar vill hins vegar ekki fórna landbúnaði, bændum og landsbyggðinni fyrir hagsmuni fámennar heildsalaklíku. Sem betur fer er staðan ekki svona svarthvít það eru fleiri hliðar á teningnum. Sanngjörn samkeppni Í heimi hraðra breytinga þarf að laga starfsskilyrði landbúnaðarins að breyttri heimsmynd og kröfum neytenda um betri vöru sem framleidd er á forsendum umhverfis, velferðar og heilnæmis. Það er forgangsatriði að laga regluverkið þannig að bændur og afurðarfyrirtæki þeirra geti keppt á sanngirnisgrundvelli við innflutning og erlenda verksmiðjuframleiðslu. Það eru engar töfralausnir til en það er ýmislegt sem hægt er að gera til að hjálpa íslenskum landbúnaði að bjarga sér sjálfur. Bændur eru ekki að biðja um ölmusu, heldur einfaldlega að leikreglurnar séu sanngjarnar. Framsókn íslenskrar matvælaframleiðslu Íslenskir bændur standa einstaklega vel að vígi þegar kröfur um umhverfisvænleika, loftslagsábyrgð og dýravelferð eru sífellt að verða háværari. Sjálfur hef ég í áratugi barist fyrir hagsmunum bænda og annarra matvælaframleiðenda á ýmsum vettvangi. Meðal annars lagt til aukna skógrækt, frelsi til samvinnu afurðastöðva, meiri stuðning við nýsköpun og svo mætti áfram telja. Íslenskir bændur og aðrir matvælaframleiðendur standa frammi fyrir fjölda tækifæra í heimi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir afurðum sem framleiddar eru á forsendum helstu styrkleika Íslands. Við þurfum að sjá þessa styrkleika og nýta okkur þá. Nú er kominn tími til að láta verkin tala og hefja fyrir alvöru framsókn íslenskrar matvælaframleiðslu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar