Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 12:02 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir stöðuna í flugstöðinni nógu kaótíska fyrir. Vísir/sigurjón Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira