Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 12:02 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir stöðuna í flugstöðinni nógu kaótíska fyrir. Vísir/sigurjón Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira