Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2021 10:30 Stór hluti þjóðarinnar hefur farið í sýnatöku vegna Covid-19, hvort sem er á Suðurlandsbraut í Reykjavík eða annars staðar á landinu. Vísir/RagnarV Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans. Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Stóri meirihlutinn fær SMS um að þeirra niðurstaða í Heilsuveru undir liðnum Samskipti. Þar bíða skilaboðin sem margir hafa andað léttar yfir: Þú greindist ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Þessi niðurstaða útilokar ekki að þú fáir sjúkdóminn síðar. Ef þú veikist seinna með flensulík einkenni, hita, beinverki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýnatöku. Litli minnihlutinn sem reynist smitaður fær ekki SMS-skilaboð með niðurstöðunni. Þessi hópur fær símtal frá smitrakningarteyminu úr númerinu 444-2505 með tíðindunum: Þú ert með Covid-19. Þó er hægt að komast fyrr að niðurstöðunni eins og lesandi Vísis komst að á dögunum. Vottorð birtist í Heilsuveru Þegar það liggur fyrir að fólk er smitað af Covid-19 birtist vottorð þess efnis í Heilsuveru og hefur gert í lengri tíma. Þessi vottorð birtast allajafna áður en smitrakningateymið, hvar hefur verið mikið álag undanfarið, hringir símtalið. Á myndinni að ofan má sjá hvar Covid-19 vottorðið birtist í Heilsuveru, undir Covid-19, vottorð. Á myndinni má sjá hvar finna má vottorð vegna Covid-19 smits í Heilsuveru.Skjáskot úr Heilsuveru Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við Vísi að þegar jafnmargir greinist og verið hefur tilfellið undanfarnar vikur þá geti tekið tíma fyrir göngudeildina að hringja símtalið. Covid-vottorð geti því vel verið komið í Heilsuveru nokkru áður en símtalið berst. Já, ég veit Þannig var það í tilfelli einstaklings sem vakti athygli á þessu við fréttastofu. Sá var meðvitaður um Covid-19 smit, eitthvað sem hann hafði sterkan grun um, þremur klukkustundum áður en símtalið barst. Þegar göngudeildin hringdi til að tilkynna um smitið var svarið: „Já, ég veit.“ Svarið kom starfsmanni göngudeildar á óvart en fékk svo skýringuna. Vottorðið fyrir Covid-19 smit var löngu lent í Heilsuveru hvar viðkomandi hafði verið á Refresh-takkanum, ef svo má segja, enda sannfærður um að vera smitaður. Í framhaldi af símtali Covid-göngudeildar fá smitaðir svo símtal frá smitrakningu þar sem farið er yfir hvern hinn smitaði hitti og metið hverjir þurfa að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira