Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd og viðbragðsstjórn spítalans en meðalaldur innlagðra er sagður vera 62 ár.
Alls hafa 85 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur þeirra er óbólusettur en fjórtán hafa þurft gjörgæslustuðning.
Nú eru 1.020 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 244 og fækkar talsvert. Engir sjúklingar eru metnir rauðir en 24 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit. Fimmtán starfsmenn Landspítalans eru í einangrun með Covid-19, ellefu í sóttkví A og 87 í sóttkví C.
Landspítali er áfram á hættustigi en 54 greindust innanlands með Covid-19 í gær.