Valskonur koma brosandi heim eftir góðan sigur á Zürich Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:53 Cyera Hintzen skorað tvö mörk í dag. Hér er hún á ferðinni á móti Blikum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Valskonur tryggðu sér þriðja sætið í sínum riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á heimakonum í Zürich í dag. Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira