Valskonur koma brosandi heim eftir góðan sigur á Zürich Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:53 Cyera Hintzen skorað tvö mörk í dag. Hér er hún á ferðinni á móti Blikum á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Valskonur tryggðu sér þriðja sætið í sínum riðli í undankeppni Meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á heimakonum í Zürich í dag. Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Það var ljóst fyrir leikinn að hvorugt liðið gat komist áfram í aðra umferð en úrslitaleikurinn í riðlinum er seinna í kvöld á milli Hoffenheim og AC Milan. Fanndís Friðriksdóttir kom inn í byrjunarliðið og kom Valsliðinu síðan í 1-0 á 32. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Bandaríski framherjinn Cyera Hintzen skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili í upphafi seinni hálfleiksins og eftir það voru úrslitin nánast ráðin. Naomi Mégroz minnkaði muninn fyrir svissneska liðið á 59. mínútu en nær komust þær svissnesku ekki. Zürich endaði í öðru sæti í svissnesku deildinni á síðasta tímabili alveg eins og Valskonur hér heima í fyrrasumar. Valsliðið er aftur á móti komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í ár enda með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Líkt og í undanúrslitaleiknum sem tapaðist á móti Hoffenheim þá voru þær Elín Metta Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en báðar hafa verið að glíma við meiðsli. Vignola kom inn á sem varamaður átta mínútum fyrir leikslok um leið og Valsmenn skiptu um markmann. Hin unga Fanney Inga Birkisdóttir fékk þá að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Elín Metta spilaði ekki. Lára Kristín Pedersen varð líka að fara meidd af velli eftir aðeins ellefu mínútna leik. Valsliðið á eftir þrjá leiki á mótinu og einn sigur í viðbót tryggir liðinu endanlega Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur í Pepsi Max deildinni er á móti Tindastól á miðvikudaginn kemur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira