Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. ágúst 2021 12:45 Veitingamenn eru ómyrkir í máli. Vísir/Vilhelm Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT). Þar er vísað til tillögu Þórólfs Guðnasonar um að lokunartími veitingastaða, skemmtistaða og bara verði kl. 23 næstu misserin. Stjórn SVEIT segir rekstraraðila í veitingarekstri hafa mátt lúta „ströngustu sóttvarnareglum“ án þess að færð hafi verið fyrir því rök að fleiri smit hafi komið upp á umræddum stöðum en annars staðar. Þá segist stjórnin hafa áhyggjur af því að skemmtunin færist einfaldlega annað, þar sem fólk komi ekki til með að hætta að hittast heldur færa sig þangað sem ekkert eftirlit er. Þar muni smithætta verða svipuð eða meiri en á veitinga- og skemmtistöðum. Í greininni starfi í kringum 10 þúsund manns, mest ungt fólk sem muni missa vinnuna. Auk þess sé ómögulegt að halda inn í veturinn við ófyrirsjánleikann sem boðaður er. „Það er algerlega órökstutt hvers vegna þörf sé á svo hörðum aðgerðum sem beinast að veitingamarkaðnum þegar hundruð manna hópast á aðra staði, t.d. á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, á sundstaði, í líkamsræktarstöðvar, verslanamiðstöðvar og á íþróttaleiki. SVEIT skorar því á sóttvarnalækni að veita haldbær rök, studd gögnum og tölulegum upplýsingum, um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða svo verulega með tilheyrandi tjóni fyrir greinina,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT). Þar er vísað til tillögu Þórólfs Guðnasonar um að lokunartími veitingastaða, skemmtistaða og bara verði kl. 23 næstu misserin. Stjórn SVEIT segir rekstraraðila í veitingarekstri hafa mátt lúta „ströngustu sóttvarnareglum“ án þess að færð hafi verið fyrir því rök að fleiri smit hafi komið upp á umræddum stöðum en annars staðar. Þá segist stjórnin hafa áhyggjur af því að skemmtunin færist einfaldlega annað, þar sem fólk komi ekki til með að hætta að hittast heldur færa sig þangað sem ekkert eftirlit er. Þar muni smithætta verða svipuð eða meiri en á veitinga- og skemmtistöðum. Í greininni starfi í kringum 10 þúsund manns, mest ungt fólk sem muni missa vinnuna. Auk þess sé ómögulegt að halda inn í veturinn við ófyrirsjánleikann sem boðaður er. „Það er algerlega órökstutt hvers vegna þörf sé á svo hörðum aðgerðum sem beinast að veitingamarkaðnum þegar hundruð manna hópast á aðra staði, t.d. á alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, á sundstaði, í líkamsræktarstöðvar, verslanamiðstöðvar og á íþróttaleiki. SVEIT skorar því á sóttvarnalækni að veita haldbær rök, studd gögnum og tölulegum upplýsingum, um nauðsyn þess að skerða afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða svo verulega með tilheyrandi tjóni fyrir greinina,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira