Jafna þarf aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 07:01 Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Við þurfum að beina kastljósinu á hvernig sé best að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tryggja að allir landsmenn hafi jafnt aðgengi hvarvetna á landinu og óháð efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg sem flestum í nálægð við heimabyggð. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa að hafi góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu sem borin er uppi af heilbrigðisstofnunum út um landið. Fólk vill búa við öryggi Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga sem gerð var meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu kemur fram aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegi þungt þegar val á búsetu er metið, eðlilega. Við búum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það getur brugðist hratt og örugglega við þegar mikið liggur við. En aðgengi að fæðingarhjálp og aðgengi að sérfræðingum er misjafnt eftir því hvar á landinu fólk býr. Því þarf að efla utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni, þetta er baráttumál sérstaklega í hinum dreifðum byggðum, þar sem erfitt hefur verið að halda úti skurðstofum og fæðingarhjálp. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi. Nýtum okkur tæknina Í aðgerðaráætlun sem sett var í tengslum við heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030 koma fram áherslur á að aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Mótun slíkrar þjónustu þarf að ígrunda vel, bæði þeirra sem njóta og veita. Tæknin er til staðar og ætti að geta nýst til að auka gæði og spara bæði tíma og fjármagn og til þess að hún virki þarf hún að styðja þá þjónustu sem fyrir er. Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir. Þjónustan verður aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í sínu heimahéraði. Fjarheilbrigðisþjónusta kemur þó aldrei í stað þjónustu í heimabyggð, hún getur brúað bilið í mörgum tilfellum og fækkað dýrum ferðum fólks milli landshluta í leit að þjónustu. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, það ætti að vera leiðarljós fyrir þá sem óska eftir sæti á Alþingi. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að við hjá Framsókn viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Byggðamál Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Við þurfum að beina kastljósinu á hvernig sé best að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tryggja að allir landsmenn hafi jafnt aðgengi hvarvetna á landinu og óháð efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg sem flestum í nálægð við heimabyggð. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa að hafi góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu sem borin er uppi af heilbrigðisstofnunum út um landið. Fólk vill búa við öryggi Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga sem gerð var meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu kemur fram aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegi þungt þegar val á búsetu er metið, eðlilega. Við búum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það getur brugðist hratt og örugglega við þegar mikið liggur við. En aðgengi að fæðingarhjálp og aðgengi að sérfræðingum er misjafnt eftir því hvar á landinu fólk býr. Því þarf að efla utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni, þetta er baráttumál sérstaklega í hinum dreifðum byggðum, þar sem erfitt hefur verið að halda úti skurðstofum og fæðingarhjálp. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi. Nýtum okkur tæknina Í aðgerðaráætlun sem sett var í tengslum við heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030 koma fram áherslur á að aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Mótun slíkrar þjónustu þarf að ígrunda vel, bæði þeirra sem njóta og veita. Tæknin er til staðar og ætti að geta nýst til að auka gæði og spara bæði tíma og fjármagn og til þess að hún virki þarf hún að styðja þá þjónustu sem fyrir er. Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir. Þjónustan verður aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í sínu heimahéraði. Fjarheilbrigðisþjónusta kemur þó aldrei í stað þjónustu í heimabyggð, hún getur brúað bilið í mörgum tilfellum og fækkað dýrum ferðum fólks milli landshluta í leit að þjónustu. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, það ætti að vera leiðarljós fyrir þá sem óska eftir sæti á Alþingi. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að við hjá Framsókn viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar