„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2021 23:31 Zara Rutherford var með bros á vör er hún ræddi við fréttamenn skömmu eftir komuna til landsins. Vísir/Egill Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira