Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 17:50 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira