Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 17:50 SIlja Úlfarsdóttir er upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið. Stöð 2 Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hópur erlendra hlaupara eys úr skálum reiði sinnar vegna þessarar ráðstöfunar í athugasemdum við Facebook-færslu frá maraþoninu. „Virkilega tillitslaust, hreinlega skammarlegt,“ skrifar maður sem hafði breytt flugi, breytt gistingu, aflýst gistingu, bókað nýja og svo kemur nú allt fyrir ekki. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að samtökunum þyki mjög leiðinlegt að óánægja sé uppi á meðal fólks. „En þetta er bara ótrúlega erfið staða, sérstaklega af því að þegar við frestuðum hlaupinu gerðum við það með það í huga að við gætum þá haldið það þegar aðstæður yrðu betri. Það gekk ekki upp, en allt var þetta gert með besta vilja fyrir hendi,“ segir Silja í samtali við Vísi. Þátttaka í hlaupinu gat kostað allt að 14.000 krónum en mikill fjöldi fólks fékk þó betri kjör; því fyrr sem maður keypti miða því meira var slegið af verðinu. Hlaupið átti upphaflega að vera núna um helgina, svo 18. september, en svo einfaldlega ekki. Reikna má með að erlendir þátttakendur hafi verið á milli 1.000 og 1.500, af 7.000 sem höfðu keypt miða. Öllum býðst gjafakort til að taka þátt á næsta ári en eins og má lesa af athugasemdunum á Facebook er fjöldi fólks sem er ekki í stöðu til þess. Skilmálarnir sem fólk undirgekkst hefðu gert íþróttabandalaginu kleift að gefa fólki ekki einu sinni gjafakort, en samt var ákveðið að fara þá leið, bendir Silja á. Hún hvetur fólk til að styðja við bakið á góðgerðarsamtökum þeim sem til stóð að yrðu styrkt í maraþoninu, en sjá nú á eftir töluverðu fé. Þrátt fyrir allt hvetur Silja fólk til að skella sér út að hlaupa um helgina, eins og hún veit til þess að nokkur hópur útlendinga hefur í hyggju, sem er kominn til landsins og ætlar að gera gott úr hlutunum þótt ekki hafi þeir allir farið eins og vonast var til. Silja var einnig til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Hlaup Neytendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira