Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 18:32 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira