Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 18:32 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira