Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 17:00 Robin Adriaenssen, fyrrum styrktarþjálfari Esbjerg, er ekki sáttur með leikmenn liðsins. HLN.BE Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn