Meira um einelti á netinu hér en í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2021 08:00 Íslendingar virðast vera verri í netsamskiptum en frændur okkar í Noregi. Getty Mun meira er um haturstal, neteinelti, ögranir og háðung í athugasemdakerfum á Íslandi en í Noregi, samkvæmt nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um haturstal og neikvæða upplifun af netinu. Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd. Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd.
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira