Kári: Ekkert fokking væl Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. ágúst 2021 21:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að það verði ekki umflúið að halda svipuðum samkomutakmörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjartsýnn á að þjóðin haldi áfram að tækla verkefnið af krafti þó ljóst sé að það sé orðið örlítið lengra en menn höfðu vonast til í upphafi. Kári er þannig í meginatriðum sammála því sem fram kemur í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn til heilbrigðisráðherra þar sem hann fjallar um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. Þar segist Þórólfur telja „ólíklegt að hægt verði að búa hér við takmarkalaust samfélag á meðan Covid-19 geisar í heiminum“. Hér þurfi áfram að vera samkomutakmarkanir sem gætu miðast við 200 manns, eins metra nándarregla ætti áfram að vera í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörkin. Við slíkar yfirlýsingar er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvenær búist sé við að faraldurinn hætti að geisa í heiminum. „Ég hugsa að við verðum að ströggla við hann næstu eitt eða tvö árin. Nema það komi fram einhver bóluefni sem minnka smit, koma ekki bara í veg fyrir lasleika. En við skulum taka það fram að þessi spá mín um eitt til tvö ár, hún byggir ekki á sérstakri bjartsýni,“ segir Kári Stefánsson, sem telur menn hafa fengið nóg af bjartsýnisspám sem síðan ekki standast. Tími sé kominn til að við áttum okkur á að við stöndum frammi fyrir langtímaverkefni. „En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt. Við búum í frjálsu landi. Maður vaknar á morgnana og þakkar skaparanum fyrir það að við skulum ekki vera í Afganistan. Þannig við erum bara á fínum stað. Ekkert fokking væl,“ segir Kári. Hann kveðst bjartsýnn á að baráttan eigi eftir að ganga vel á næstu misserum: „Þetta verður miklu meira langtímaverkefni en við héldum en ég er bjartsýnn á það. Og þeir sem eru að hnýta í fóstbróður minn Þórólf og segja að hann sé vandamálið þeir bara gleyma því að óvinurinn er pínu-, agnarlítil veira, ekki sóttvarnalæknir, ekki aðgerðir til þess að hemja þessa pest, heldur þessi veira.“ Eðlilegar hömlur fyrir staði sem selja minni hömlur Í minnisblaði Þórólfs leggur hann einnig til að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði óbreyttur frá því sem nú er á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Það þýðir að barir og skemmtistaðir gætu ekki selt fólki drykki eftir klukkan ellefu á kvöldin og að allir þyrftu að vera farnir út af stöðunum á miðnætti. Bareigendur hafa lýst óánægju sinni með þessa sýn Þórólfs á næstu mánuði og gekk einn svo langt að kalla þetta dauðadóm fyrir rekstraraðila sem reka bari- og skemmtistaði í miðbænum. En Kári telur þetta eðlilega ráðstöfun í heimsfaraldri: „Sá staður sem er að markaðssetja og selja mönnum lyf sem minnka hömlur þeirra þeir verða að búa við þetta. Það er að segja: Ein aðaltekjulind þessara staða er að selja mönnum vökva sem minnkar hömlur sem gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir fólk að virða eins metra regluna, erfiðara fyrir fólk að haga sér í samræmi við nauðsyn í þessum faraldri. Og ef menn líta á það sem mikla frelsisskerðingu þá fá þeir litla samúð frá mér.“ Hann bendir á að takmarkanirnar sem sóttvarnalæknir talar um í minnisblaðinu, sem eru í meginatriðum þær sömu og eru nú í gildi, séu ekki mjög strangar. „Við lifum býsna normal lífi. Ég held að það væri hægt að nýta tónleikarými eins og Eldborgina vel ef menn hólfaskipta, hleypa ekki öllum út í einu og svo framvegis. Þannig ég held að þetta eigi eftir að verða í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Kári er þannig í meginatriðum sammála því sem fram kemur í minnisblaði sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn til heilbrigðisráðherra þar sem hann fjallar um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. Þar segist Þórólfur telja „ólíklegt að hægt verði að búa hér við takmarkalaust samfélag á meðan Covid-19 geisar í heiminum“. Hér þurfi áfram að vera samkomutakmarkanir sem gætu miðast við 200 manns, eins metra nándarregla ætti áfram að vera í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörkin. Við slíkar yfirlýsingar er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvenær búist sé við að faraldurinn hætti að geisa í heiminum. „Ég hugsa að við verðum að ströggla við hann næstu eitt eða tvö árin. Nema það komi fram einhver bóluefni sem minnka smit, koma ekki bara í veg fyrir lasleika. En við skulum taka það fram að þessi spá mín um eitt til tvö ár, hún byggir ekki á sérstakri bjartsýni,“ segir Kári Stefánsson, sem telur menn hafa fengið nóg af bjartsýnisspám sem síðan ekki standast. Tími sé kominn til að við áttum okkur á að við stöndum frammi fyrir langtímaverkefni. „En taktu eftir því að það hefur gengið frábærlega vel að höndla þessa farsótt. Við búum í frjálsu landi. Maður vaknar á morgnana og þakkar skaparanum fyrir það að við skulum ekki vera í Afganistan. Þannig við erum bara á fínum stað. Ekkert fokking væl,“ segir Kári. Hann kveðst bjartsýnn á að baráttan eigi eftir að ganga vel á næstu misserum: „Þetta verður miklu meira langtímaverkefni en við héldum en ég er bjartsýnn á það. Og þeir sem eru að hnýta í fóstbróður minn Þórólf og segja að hann sé vandamálið þeir bara gleyma því að óvinurinn er pínu-, agnarlítil veira, ekki sóttvarnalæknir, ekki aðgerðir til þess að hemja þessa pest, heldur þessi veira.“ Eðlilegar hömlur fyrir staði sem selja minni hömlur Í minnisblaði Þórólfs leggur hann einnig til að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði óbreyttur frá því sem nú er á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Það þýðir að barir og skemmtistaðir gætu ekki selt fólki drykki eftir klukkan ellefu á kvöldin og að allir þyrftu að vera farnir út af stöðunum á miðnætti. Bareigendur hafa lýst óánægju sinni með þessa sýn Þórólfs á næstu mánuði og gekk einn svo langt að kalla þetta dauðadóm fyrir rekstraraðila sem reka bari- og skemmtistaði í miðbænum. En Kári telur þetta eðlilega ráðstöfun í heimsfaraldri: „Sá staður sem er að markaðssetja og selja mönnum lyf sem minnka hömlur þeirra þeir verða að búa við þetta. Það er að segja: Ein aðaltekjulind þessara staða er að selja mönnum vökva sem minnkar hömlur sem gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir fólk að virða eins metra regluna, erfiðara fyrir fólk að haga sér í samræmi við nauðsyn í þessum faraldri. Og ef menn líta á það sem mikla frelsisskerðingu þá fá þeir litla samúð frá mér.“ Hann bendir á að takmarkanirnar sem sóttvarnalæknir talar um í minnisblaðinu, sem eru í meginatriðum þær sömu og eru nú í gildi, séu ekki mjög strangar. „Við lifum býsna normal lífi. Ég held að það væri hægt að nýta tónleikarými eins og Eldborgina vel ef menn hólfaskipta, hleypa ekki öllum út í einu og svo framvegis. Þannig ég held að þetta eigi eftir að verða í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10