Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 10:53 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira