Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 10:53 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira