Í tilkynningu frá Advania segir að Heimir hafi víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum.
„Undanfarin tvö ár hefur hann aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Microsoft á Íslandi í sex ár. Advania hefur um árabil boðið upp á viðskiptalausnir Microsoft, bæði Business Central og Dynamics365. Hjá fyrirtækinu starfar fjölmennur hópur Microsoft-sérfræðinga.
Heimir tekur við af Einari Þórarinssyni sem hverfur til annarra starfa innan Advania og verður Heimi innan handar fyrst um sinn,“ segir í tilkynningunni.