Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:38 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Halldórsson Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“ Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Um er að ræða viðbyggingu til austurs sem mun hýsa nýjan komusal og bæta við fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm, en landgöngubrúm fjölgar þá úr þrettán í sautján. Mannvirkið verður rétt rúmlega tuttugu þúsund fermetrar í heildina, sem jafngildir þremur fótboltavöllum ef allar hæðir eru teknar með. Áætlaður kostnaður er ríflega 21 milljarður króna. „Mannvirkið hér verður þrjár hæðir og á fyrstu hæðinni verður farangursmóttaka fyrir farþega þegar þeir koma til landsins þegar þeir sækja farangurinn, sem næstum því þrefaldast í stærð. Á annarri hæðinni verða fjögur ný hlið og nýtt veitingasvæði fyrir farþega þegar þeir fara úr landi og á þriðju hæðinni erum við að undirbúa framtíðarstækkun til austurs og þar verða landamærin þegar fram líða stundir,“segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Ákveðin tímamót urðu laust fyrir klukkan nítján í gærkvöld þegar fyrsta sprengingin var framkvæmd, enda hefur undirbúningsvinna staðið yfir í nokkur ár. Í öryggisskyni var hluti flugvallarins rýmdur á meðan en ekki er búist við að framkvæmdirnar muni hafa áhrif á almenna starfsemi flugvallarins. „Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við sáum það árin 2018 og 2019 að það var orðin þörf á að stækka flugvöllinn og lögðum fram í þróunaráætlun 2015 mjög umfangsmiklar stækkanir. Við teljum að það hafi sýnt sig að það er þörf á að stækka Keflavíkurflugvöll,“útskýrir Guðmundur. Hann segir að framkvæmdin sé sú stærsta Isavia hafi ráðist í, og að þetta sé fyrsti fasi í stækkun Keflavíkurflugvallar. Fyrirhuguð verklok eru árið 2024. „Við höfum lagt fram áætlanir þar sem viðgetum haldið áfram aðbyggja í framhaldi af þessu mannvirki ef það verður næstu átta til tíu árin. Ef það verður eftirspurn á markaði eftir að það heldur áfram að stækka og bætum þjónustu og afkastagetu flugvallarins.“
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira