Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Kjartan Ásmundsson skrifar 17. ágúst 2021 13:31 Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun