Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 14:02 Röðin sem myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag var gríðarlega löng. Vísir/Egill Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Sýnataka vegna kórónuveirunnar fer fram í húsnæði heilsugæslunnar á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Löng röð myndast gjarnan fyrir framan húsnæðið en röðin í dag var með þeim lengri sem hefur sést. „Það er eins og það sé eitthvað að bresta í dag,“ segir Ragnheiður. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hvað veldur, en álagið sé heldur meira en í síðustu viku. Eins og sjá má voru börn á meðal þeirra sem biðu sýnatöku í dag.Vísir/Egill Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði höfðu tvö þúsund manns bókað sig í sýnatöku í dag og þar af höfðu þúsund manns nú þegar mætt. Þar á meðal eru einstaklingar með einkenni og þeir sem eru að ljúka sóttkví. „Ég frétti það í morgun að það væri slatti af leikskólabörnum að koma,“ segir Ragnheiður. Ætla má að þar á meðal séu börn af leikskólanum Álftaborg. Vísir greindi frá því um helgina að smit hafi komið upp hjá starfsmanni leikskólans. Allt starfsfólk og öll börn leikskólans voru í kjölfarið send í sóttkví og áttu börnin að fara í sýnatöku í dag. Rúmlega þrjú þúsund sýni voru tekin innanlands í gær og greindust 103 með veiruna. „Það er brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Það eru endalausar sýnatökur og svo erum við náttúrlega með bólusetningar í Höllinni. Þannig það er mikið um að vera.“ Skólahald á öllum stigum fer af stað á ný á næstu dögum og má því ætla að álag eigi eftir að aukast í sýnatökunni. Ragnheiður kveðst þó ekki sérstaklega áhyggjufull yfir því. „Við ætlum allavega að byrja að bólusetja börnin á mánudaginn næsta og það er svo sem fyrsta skrefið. Svo verðum við bara að sníða okkur stakk eftir vexti eftir því hvað kemur á hverjum degi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira