Vinnuveitendur geti sagt upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 22:31 Atvinnurekendur hafa víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp. Vísir/Vilhelm Vinnuveitendur á almennum vinnumarkaði geta ekki skyldað starfsfólk til þess að undirgangast bólusetningu. Þeir geta þó ákveðið að segja upp starfsfólki sem hafnar bólusetningu. Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Sjá meira
Þetta er mat Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns og sérfræðings í vinnurétti en hún ræddi réttindi starfsmanna og atvinnurekenda í tengslum við bólusetningar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sagði hún að sterk rök þyrftu að vera fyrir hendi til að skylda starfsmenn til að fara í bólusetningu, enda væru þær ákveðið inngrip í líkama starfsmanna. „Það verður ekki gert gegn vilja einstaklinganna, þetta verður ekki knúið fram gagnvart starfsfólki. Starfsfólk þarf ekki að undirgangast eitthvað sem það ekki kærir sig um,“ sagði Lára. Atvinnurekendur hefðu hins vegar víðtækar heimildir samkvæmt íslenskum vinnurétti til að segja starfsfólki upp, og það næði einnig til starfsmanna sem hafnað hafa bólusetningu. „Hins vegar má líta á málið frá því sjónarhorni hvort atvinnurekandi geti óskað eftir því að starfsmenn hafi farið í bólusetningu áður en þeir sinna einhverjum tilteknum verkum. Ef þeir hafna því þá getur atvinnurekenda þess vegna sagt þessum starfsmönnum upp eða sent þá heim. Hann getur ekki notað þá og bara samkvæmt íslenskum vinnurétti þá hefur atvinnurekandi mjög frjálsar hendur eða víðtækar heimildir til að segja starfsfólki upp og hann myndi þá ekki ráða annað fólk í vinnu en þá sem hafa undirgengist bóluetningu,“ sagði Lára. Þá er starfsfólk kannski komið í erfiða stöðu, annað hvort ferðu í bólusetningu og heldur vinnunni eða missir vinnuna? „Maður verður að gera ráð fyrir því að það séu þá þær aðstæður uppi að atvinnurekandi telji sig knúinn til að grípa til slíkra ráðstafana. En eins og ég segi og vísa aftur til reglna hér á landi þá á almennum vinnumarkaði þurfa atvinnurekendur ekki að færa nein sterk rök fyrir því að segja starfsmanni upp sem þeir vilja ekki hafa í vinnu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Bólusetningar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent