Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 19:50 Liðið er skipað nemendum úr verkfræðigreinum Háskólans en einnig úr raunvísindum og viðskiptafræði. Aðsend/Kristinn Ingvarsson Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa. Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa.
Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira