„Hvað gerðist á Íslandi?“ Eiður Þór Árnason og skrifa 16. ágúst 2021 17:33 Þróunin á Íslandi hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Skjáskot „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira