„Hvað gerðist á Íslandi?“ Eiður Þór Árnason og skrifa 16. ágúst 2021 17:33 Þróunin á Íslandi hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Skjáskot „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira