Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 08:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. Vísir/Vilhelm „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira