Minnst 1.297 eru látin á Haítí Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 23:31 Íbúar Les Cayes leita eigna sinna í rústunum. (AP Photo/Joseph Odelyn Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí. Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí.
Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira