Minnst 1.297 eru látin á Haítí Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 23:31 Íbúar Les Cayes leita eigna sinna í rústunum. (AP Photo/Joseph Odelyn Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297. Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí. Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Að sögn Jerry Chandler, yfirmanns almannavarna Haítí, eru rúmlega 5.700 særðir auk þeirra 1.297 sem þegar hafa fundist látin. Samkvæmt frétt CNN, hefur suðurhluti Haítí farið verst út úr skjálftanum en þar eru minnst 500 látin, 2.868 heimili gjöreyðilögð og 5.410 heimili skemmd. Þá eru sjúkrahús á svæðinu komin að þanmörkum og vegir eru mikið skemmdir svo erfitt er að koma nauðsynlegum birgðum þangað sem þær þurfa að komast. „Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er þetta mest aðkallandi. Við erum byrjuð að koma lyfjum og heilbrigðisstarfsfólki á þá spítala sem þurfa þess mest,“ segir forsætisráðherrann Ariel Henry. Stærri skjálfti en minni eyðilegging en árið 2010 Skjálftinn, sem var 7,2 að stærð, var stærri en skjálftinn sem reið yfir Haítí árið 2010. Sá var sjö að stærð en rúmlega 200 þúsund manns létust af völdum hans. Sameinuðu Þjóðirnar hafa þegar sent hóp til Haítí til að meta áhrif skjálftans á landið. Að sögn hópsins eru skemmdirnar minni en óttast hafði verið. Sameinuðu Þjóðirnar segja þó að mikilvægt sé að veita landinu aðstoð í formi heilbrigðisþjónustu. Amethyste Arcelius, stjórnandi á spítali í Les Cayes, sagði í samtali við CNN í gær að hann byggist við miklum fjölda sjúklinga á næstu dögum. Sér í lagi frá sveitum í kringum borgina. „Við höfum byrjað að fá aðstoð frá hjálparsamtökum og ríkinu en sú aðstoð er langt frá því að vera næg. Okkur bráðvantar röntgenfilmu,“ segir hann. Hitabeltislægð bætir gráu ofan á svart Búist er við aftakaveðri á Haítí næstu tvo daga en hitabeltislægðin Grace stefnir hraðbyri að ströndum landsins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, segir að lægðinni muni fylgja mikil úrkoma og rok. Rigning geti hæglega valdið flóðum og aurskriðum sem myndu flækja björgunarstarf. „Ég kvíði komandi stormi þar sem hann gæti flækt málin enn frekar fyrir okkur,“ segir Chandler hjá almannavörnum Haítí.
Haítí Náttúruhamfarir Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira