Fernandes og Pogba í stuði í stórsigri Manchester United á Leeds Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 13:30 Bruno Fernandes skoraði þrennu AP Photo/Jon Super Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn leiddu 1-0 opnuðust allar flóðgáttir í síðari hálfleik og þeir rauðklæddu fögnuðu öruggum 5-1 sigri. Bruno Fernandes stal senunni og skoraði þrennu í leiknum en hin mörk liðsins skoruðu þeir Mason Greenwood og Fred. Það var Luke Ayling sem skoraði mark gestanna með fallegu skoti. Paul Pogba átti stórleik fyrir Manchester United og gaf fjórar stoðsendingar, heimsklassa frammistaða hjá þeim franska sem hefur oft þurft að heyra gagnrýnisraddir á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn
Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn leiddu 1-0 opnuðust allar flóðgáttir í síðari hálfleik og þeir rauðklæddu fögnuðu öruggum 5-1 sigri. Bruno Fernandes stal senunni og skoraði þrennu í leiknum en hin mörk liðsins skoruðu þeir Mason Greenwood og Fred. Það var Luke Ayling sem skoraði mark gestanna með fallegu skoti. Paul Pogba átti stórleik fyrir Manchester United og gaf fjórar stoðsendingar, heimsklassa frammistaða hjá þeim franska sem hefur oft þurft að heyra gagnrýnisraddir á Old Trafford.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti