Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:31 Hansle Parchment með gullverðlaunin sem hann vann í 110 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Martin Meissner Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn. Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Það verða oft til mjög sérstakar sögur af leið íþróttafólks að Ólympíugullinu en það eru ekki margar þeirra sem hefjast rétt fyrir keppni. Svo var hins vegar raunin hjá Parchment sem varð Ólympíumeistari í 110 metra grindahlaupi. Jamaican hurdler Hansle Parchment thanked a Tokyo #Olympics volunteer after she gave him money for a taxi when he got lost on the way to his event.He ended up winning gold. Jamaica's government has now invited the volunteer Trijana Stojkovic for an "official" visit. pic.twitter.com/uXdmneY93v— AJ+ (@ajplus) August 12, 2021 Japönsk kona bauðst til að borga fyrir hann leigubíl á keppnisstaðinn og Parchment náði þangað í tíma fyrir undanúrslitahlaupið. Instagram Parchment hafði tekið vitlausa rútu frá Ólympíuþorpinu og í stað þess að enda á frjálsíþróttaleikvanginum þá var hann allt í einu kominn þangað sem keppt var í róðri. Það voru því góð ráð dýr en einn af sjálfboðaliðunum á leikunum kom honum til bjargar. Umrædd kona var tilbúinn að borga fyrir hann leigubíl og Parchment komst það snemma á staðinn að hann gat hitað vel upp og komið sér í gírinn til að tryggja sig inn í úrslitahlaupið. Parchment var síðan frábær í úrslitahlaupinu þar sem hann kom fyrstur í mark á 13,04 sekúndum sem var hans besti tími á árinu. Hann hafði verið annar í sínum riðli í undanúrslitahlaupinu en gerði þá nóg til að komast áfram. Instagram Parchment gleymdi ekki greiðanum og leitaði uppi konuna eftir keppnina. Hann fann hana, borgaði henni aftur peninginn og gaf henni einnig jamaíska keppnistreyju. Konan fékk líka handleika gullverðlaunin sem hún átti í raun þátt í að vinna því ef Parchment hefði ekki komist í undanúrslitahlaupið þá hefði hann ekki unnið nein verðlaun á leikunum. Parchment myndaði það þegar hann leitaði upp konuna sem bjargaði henni. „Þú varst lykillinn að því að ég komst í úrslitahlaupið þennan dag,“ sagði Hansle Parchment við konuna sem heitir Trijana. Hún er líka metin á Jamaíka því ferðamálaráðherra landsins hefur boðið henni í fría ferð til Jamaíka.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira