Leikur á frönsku í nýjum Netflix þáttum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Fransk-íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á morgun. Magali Bragard/Netflix Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári. Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira