Holland í fókus á RIFF hátíðinni í september Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 15:30 Stilla úr kvikmyndinni Farewell Paradise. RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verður sett með pompi og prakt þann 30. september næstkomandi. Þetta er í átjánda sinn sem hátíðin er haldin og þarf verða frumsýndar fjölbreyttar myndir eins og Benedetta eftir Paul Verhoeven. Fjöldi spennandi mynda frá Hollandi verður sýndar á hátíðinni og margir gestir úr hollenska kvikmyndageiranum væntanlegir til að taka þátt í umræðum á Bransadögum RIFF og kynna myndirnar sem sýndar verða í Bíó Paradís og Heima á riff.is. Sérstakur hollenskur dagur verður haldinn á RIFF þann 3. október. Verið er að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar í ár sem verður fjölbreytt og spennandi að vanda og verður kynnt á næstu dögum. Unnt er að kaupa passa og klippikort á riff.is. Magic Mountains Á hollenskum fókus verður sýndur fjöldi hollenskra stuttmynda, meðal annars í samvinnu við hollensku One Minute samtökin og verða þær sýndar á víð og dreif um borgina undir formerkjum RIFF um alla borg. Fjölbreytt úrval mynda í fullri lengd verður sýnt á hátíðinni og ber þar fyrst að nefna Benedetta eftir Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocob) sem fékk góða dóma og vakti gríðarlega athygli í Cannes í sumar meðal annars fyrir djarfar kynlífssenur. Benedetta Ekki Hika (Do Not Hesitate) splunkunýr þriller sem frumsýndur var á Tribeca í byrjun sumars, Dramastelpa (Dramagirl) sem hlaut sérstaka viðurkenningu á Rotterdam hátíðinni fyrr á árinu, Farðu heil Paradís (Farewell Paradise) sem fjallar um forrík yfirstéttarungmenni í asískri stórborg. Do Not Hesitate Glæpamyndin Undrafjöll (Magic Mountains) en hún fjallar um farsælan rithöfund sem fær fyrrverandi unnustu sína með sér í fjallgöngu í fjarlægu landi með voveiflegum afleiðingum og síðast en ekki síst myndin Veisla (Feast) sem fjallar um sannsögulega atburði í Hollandi, þegar karlmenn byrluðu aðra karlmenn HIV smituðu blóði sínu. Feast Rík hefð er fyrir kvikmyndagerð í Hollandi og þrátt fyrr smæð sína hefur Holland sett sitt mark á alþjóðlega kvikmyndasögu. Þar ríkir mikil gróska um þessar mundir og margar nýjar myndir eru að gera það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim. Meðal heimsfrægra leikstjóra sem koma frá Hollandi eru til dæmis Paul Verhoeven (Basic Instinct og RoboCop) og Jan De Bont (Þeysireiðin, Speed). Drama Girl Hægt er að sjá lista yfir hollensku myndirnar og myndbrot hér fyrir neðan. Benedetta Nýjasta verkið úr smiðju ólíkindatólsins Paul Verhoeven var opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar og olli miklu fjaðrafoki. Þetta erótíska drama á sér stað á seinni hluta sautjándu öld þegar farsóttir herja á og nýliðinn Benedetta Carlini gengur til liðs við klaustur í Pescia í Toscanahéraði. Frá unga aldri virðist mærin mörgum undragáfum gædd og hefur koma hennar umsvifalaus og umbyltandi áhrif á samfélagið. Do Not Hesitate – Ekki hika Flutningabíll, sem hollenskt friðargæslulið ferðast með, bilar í miðri eyðimörk. Á meðan hermennirnir bíða óþreyjufullir eftir viðgerðarteymi hitta þeir fyrir barnungan heimamann sem neitar að láta þá í friði. Fögur feigð – Dead and Beautiful Í asískri stórborg vaknar hópur ríkra ungmenna við timburmenn af annarlegri sort. Nóttin hefur látið tanngarð þeirra taka stakkaskiptum og spegilmyndin bítur góðan dag. Í kjölfarið ráfa þau um í leit að næturævintýrum í skúmaskotum borgarlandlagsins. Fögur kvikmyndataka Jaspers Wolf ljær frásögninni draumkenndan blæ. Undrafjöll - Magic Mountains Lex er farsæll rithöfundur en eirðarlaus. Hann fær fyrrverandi ástkonu sína, Hönnu, til að koma í fjallgöngu í hinsta sinn. Athöfn sem á fyrst og fremst að vera táknræns eðlis reynist full háska. Fjallaleiðsögumanninn Voytek grunar að eitthvað válegt sé á seyði. Undrafjöll er fimmta langmynd virtu pólsk-hollensku kvikmyndagerðarkonunnar Urzula Antoniak. Dramastelpa – Drama Girl Leyla, 26 ára kona, er aðalpersóna kvikmyndar sem speglar líf hennar en öll önnur hlutverk eru túlkuð af leikurum. Á þennan máta eru mörk raunveruleika og skáldskapar afmáð í hrífandi blöndu heimildarmyndagerðar og leikinna kvikmynda. Dramastelpan hlaut sérstaka viðurkenningu gagnrýnenda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam (IFFR). Veisla - Feast Árið 2007 komst svonefnt Groningen HIV-mál í hámæli í hollenskum fjölmiðlum, en það varðaði þrjá menn sem byrluðu öðrum karlmönnum HIV-jákvæðu blóði sínu. Í Veislu taka sakamennirnir, þolendur þeirra og sjónarvottar þátt í dramatískri sviðsetningu atburðanna. Þessi umdeilda mynd skiptist í sjö sjálfstæða kafla þar sem flakkað er milli greinargerðar og súrrealisma í efnistökum. Farðu heil paradís – Farewell Paradise Í sjálfsævisögulegri heimildarmynd gerir kvikmyndagerðarkonan Sonja Wyss upp straumhvörf á æviskeiði sínu er fjölskylda hennar flutti frá æskuparadísinni á Bahamaeyjum til strangs samfélags og kalds loftlags í Sviss. Verkið sýnir mismunandi sjónarhorn systkinanna á atburðina sem bregður upp einkar brotakenndri heildarmynd af því sem liðið er. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjöldi spennandi mynda frá Hollandi verður sýndar á hátíðinni og margir gestir úr hollenska kvikmyndageiranum væntanlegir til að taka þátt í umræðum á Bransadögum RIFF og kynna myndirnar sem sýndar verða í Bíó Paradís og Heima á riff.is. Sérstakur hollenskur dagur verður haldinn á RIFF þann 3. október. Verið er að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar í ár sem verður fjölbreytt og spennandi að vanda og verður kynnt á næstu dögum. Unnt er að kaupa passa og klippikort á riff.is. Magic Mountains Á hollenskum fókus verður sýndur fjöldi hollenskra stuttmynda, meðal annars í samvinnu við hollensku One Minute samtökin og verða þær sýndar á víð og dreif um borgina undir formerkjum RIFF um alla borg. Fjölbreytt úrval mynda í fullri lengd verður sýnt á hátíðinni og ber þar fyrst að nefna Benedetta eftir Paul Verhoeven (Basic Instinct, Robocob) sem fékk góða dóma og vakti gríðarlega athygli í Cannes í sumar meðal annars fyrir djarfar kynlífssenur. Benedetta Ekki Hika (Do Not Hesitate) splunkunýr þriller sem frumsýndur var á Tribeca í byrjun sumars, Dramastelpa (Dramagirl) sem hlaut sérstaka viðurkenningu á Rotterdam hátíðinni fyrr á árinu, Farðu heil Paradís (Farewell Paradise) sem fjallar um forrík yfirstéttarungmenni í asískri stórborg. Do Not Hesitate Glæpamyndin Undrafjöll (Magic Mountains) en hún fjallar um farsælan rithöfund sem fær fyrrverandi unnustu sína með sér í fjallgöngu í fjarlægu landi með voveiflegum afleiðingum og síðast en ekki síst myndin Veisla (Feast) sem fjallar um sannsögulega atburði í Hollandi, þegar karlmenn byrluðu aðra karlmenn HIV smituðu blóði sínu. Feast Rík hefð er fyrir kvikmyndagerð í Hollandi og þrátt fyrr smæð sína hefur Holland sett sitt mark á alþjóðlega kvikmyndasögu. Þar ríkir mikil gróska um þessar mundir og margar nýjar myndir eru að gera það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim. Meðal heimsfrægra leikstjóra sem koma frá Hollandi eru til dæmis Paul Verhoeven (Basic Instinct og RoboCop) og Jan De Bont (Þeysireiðin, Speed). Drama Girl Hægt er að sjá lista yfir hollensku myndirnar og myndbrot hér fyrir neðan. Benedetta Nýjasta verkið úr smiðju ólíkindatólsins Paul Verhoeven var opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar og olli miklu fjaðrafoki. Þetta erótíska drama á sér stað á seinni hluta sautjándu öld þegar farsóttir herja á og nýliðinn Benedetta Carlini gengur til liðs við klaustur í Pescia í Toscanahéraði. Frá unga aldri virðist mærin mörgum undragáfum gædd og hefur koma hennar umsvifalaus og umbyltandi áhrif á samfélagið. Do Not Hesitate – Ekki hika Flutningabíll, sem hollenskt friðargæslulið ferðast með, bilar í miðri eyðimörk. Á meðan hermennirnir bíða óþreyjufullir eftir viðgerðarteymi hitta þeir fyrir barnungan heimamann sem neitar að láta þá í friði. Fögur feigð – Dead and Beautiful Í asískri stórborg vaknar hópur ríkra ungmenna við timburmenn af annarlegri sort. Nóttin hefur látið tanngarð þeirra taka stakkaskiptum og spegilmyndin bítur góðan dag. Í kjölfarið ráfa þau um í leit að næturævintýrum í skúmaskotum borgarlandlagsins. Fögur kvikmyndataka Jaspers Wolf ljær frásögninni draumkenndan blæ. Undrafjöll - Magic Mountains Lex er farsæll rithöfundur en eirðarlaus. Hann fær fyrrverandi ástkonu sína, Hönnu, til að koma í fjallgöngu í hinsta sinn. Athöfn sem á fyrst og fremst að vera táknræns eðlis reynist full háska. Fjallaleiðsögumanninn Voytek grunar að eitthvað válegt sé á seyði. Undrafjöll er fimmta langmynd virtu pólsk-hollensku kvikmyndagerðarkonunnar Urzula Antoniak. Dramastelpa – Drama Girl Leyla, 26 ára kona, er aðalpersóna kvikmyndar sem speglar líf hennar en öll önnur hlutverk eru túlkuð af leikurum. Á þennan máta eru mörk raunveruleika og skáldskapar afmáð í hrífandi blöndu heimildarmyndagerðar og leikinna kvikmynda. Dramastelpan hlaut sérstaka viðurkenningu gagnrýnenda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam (IFFR). Veisla - Feast Árið 2007 komst svonefnt Groningen HIV-mál í hámæli í hollenskum fjölmiðlum, en það varðaði þrjá menn sem byrluðu öðrum karlmönnum HIV-jákvæðu blóði sínu. Í Veislu taka sakamennirnir, þolendur þeirra og sjónarvottar þátt í dramatískri sviðsetningu atburðanna. Þessi umdeilda mynd skiptist í sjö sjálfstæða kafla þar sem flakkað er milli greinargerðar og súrrealisma í efnistökum. Farðu heil paradís – Farewell Paradise Í sjálfsævisögulegri heimildarmynd gerir kvikmyndagerðarkonan Sonja Wyss upp straumhvörf á æviskeiði sínu er fjölskylda hennar flutti frá æskuparadísinni á Bahamaeyjum til strangs samfélags og kalds loftlags í Sviss. Verkið sýnir mismunandi sjónarhorn systkinanna á atburðina sem bregður upp einkar brotakenndri heildarmynd af því sem liðið er.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira