Bæjarar í brasi: Unnu ekki leik á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 15:30 Nagelsmann á hliðarlínunni gegn Napoli. vísir/Getty Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa verið í ákveðnu brasi á undirbúnings-tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið leik það sem af er sumri, þrjú töp og eitt jafntefli í fjórum leikjum er niðurstaðan. Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira