Bæjarar í brasi: Unnu ekki leik á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 15:30 Nagelsmann á hliðarlínunni gegn Napoli. vísir/Getty Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa verið í ákveðnu brasi á undirbúnings-tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið leik það sem af er sumri, þrjú töp og eitt jafntefli í fjórum leikjum er niðurstaðan. Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira
Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Sjá meira