„Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 12:00 Mari Järsk sagði sína mögnuðu sögu í viðtali hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. Mari er 33 ára, fædd og uppalin á lítilli eyju í Eistlandi, en flutti til Íslands fyrir sextán árum og á sér einstaka sögu. „Þau voru alkohólistar og voru í stöðugri neyslu. Ég hugsa að þau hafi alltaf verið að drekka,“ útskýrir Mari um ástæðu þess að systkinin átta gátu ekki verið saman hjá foreldrum sínum. Hún bjó mest hjá ömmu sinni til sjö ára aldurs. „Þá erum við tekin af foreldrunum, alveg, öll í einu. Þá fórum við í SOS barnaþorpið, árið 1995.“ Hún segir að lífið í SOS þorpinu hafi verið strangt og hún hafi lengi vel ekki vitað hver hún væri og segir að hún hafi loks blómstrað á Íslandi en það var SOS styrktarforeldri sem bauð henni að flytja til Íslands og hefja nýtt líf. Eva Laufey Kjaran hitti Mari nú á dögunum og fékk að heyra hennar sögu. „Þetta var hræðilegt, segir Mari um fyrsta kvöldið í SOS barnaþorpinu. Hún grét sig í svefn fyrstu tvö árin og vildi fá að fara aftur í sveitina til ömmu þó að þar hafi verið mikil fátækt.“ Bjargvættir frá Íslandi Mari átti erfitt með að kveðja ömmu sína en hún hafi skilið það að amma hennar og afi gátu ekki séð fyrir átta börnum. Í SOS þorpinu tók við ströng rútína enda hafði rútínuleysti einkennt þeirra líf og Mari gat til dæmis ekki byrjað í grunnskóla á réttum tíma þar sem hún kunni meðal annars ekki að lesa enda hafði verið lítið um kennslu á sveitabæ ömmu hennar. „Ég átti sponsor frá Íslandi, nema að hann lagði meira inn.“ Styrktarforeldrar leggja mis mikið inn á börnin sem þeir styrkja og sumir sýna börnunum einstaklega mikinn áhuga og vilja hjálpa meira. Mari var með íslenska styrktarforeldra sem sýndu henni mikinn áhuga og buðu henni að flytja til Íslands í þeirri von um að hún myndi eignast betra líf. „Fyrst þegar ég kem þá byrja ég að vinna á leikskóla í Hafnarfirði hjá dóttur hans. Dóttir hans var leikskólastjórinn þar.“ Festi ræturnar í Flensborg Fjölskyldan hjálpaði henni líka að komast í Flensborg og klára menntaskóla. Þá var planið hennar ekki að vera hérna áfram, en nú eru komin sextán ár. „Með því að skrá mig í framhaldsskóla þá festi ég mig.“ Hún eignaðist þar vini sem eru eins og fjölskylda hennar í dag af því að vinir mínir „Auðvitað var fyrsta árið erfitt og ég var ótrúlega rótarlaus. Þótt ég væri í sambandi fannst mér ég samt vera einmanna af því að ég fann mig aldrei.“ Í dag er hún umkringd fólki sem elskar hana og uppfyllir það mikið. „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið lengur af því að vinir mínir fylla þessa tilfinningu svo mikið.“ Aldrei verið jafn glöð Mari er einstaklega efnilega íþróttakona, hleypur 160 kílómetra eins og ekkert sé, stundar gönguskíði og er þekkt fyrir að vera einstaklega jákvæð og skemmtileg. Mari skráði sig í sitt fyrsta utanvegahlaup fyrir rúmlega tveimur árum og fann ástríðuna í lífi sínu. Hún tók þátt í Esja Ultra, skráði sig í lengstu vegalengdina og komst þar á verðlaunapall án þess að hafa tekið þátt í hlaupum áður. „Ég bara hélt alltaf áfram og kláraði þetta.“ Mari var stolt af sjálfri sér og fékk ótrúlegar móttökur frá hlaupurum eins og Elísabetu Margeirsdóttur þegar hún kom í marko. „Ég hef aldrei verið jafn glöð að koma í mark, þarna gerist eitthvað magnað.“ Það var bara upphafið af hennar íþróttaferli. „Það var ekki aftur snúið, þetta varð bara ástríða.“ Í dag hefur hún hlaupið 164 kílómetra í Hengill Ultra og er hvergi nærri hætt. Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ísland í dag Innflytjendamál Hlaup Tengdar fréttir Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu „Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð. 11. ágúst 2021 13:00 Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum. 10. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Mari er 33 ára, fædd og uppalin á lítilli eyju í Eistlandi, en flutti til Íslands fyrir sextán árum og á sér einstaka sögu. „Þau voru alkohólistar og voru í stöðugri neyslu. Ég hugsa að þau hafi alltaf verið að drekka,“ útskýrir Mari um ástæðu þess að systkinin átta gátu ekki verið saman hjá foreldrum sínum. Hún bjó mest hjá ömmu sinni til sjö ára aldurs. „Þá erum við tekin af foreldrunum, alveg, öll í einu. Þá fórum við í SOS barnaþorpið, árið 1995.“ Hún segir að lífið í SOS þorpinu hafi verið strangt og hún hafi lengi vel ekki vitað hver hún væri og segir að hún hafi loks blómstrað á Íslandi en það var SOS styrktarforeldri sem bauð henni að flytja til Íslands og hefja nýtt líf. Eva Laufey Kjaran hitti Mari nú á dögunum og fékk að heyra hennar sögu. „Þetta var hræðilegt, segir Mari um fyrsta kvöldið í SOS barnaþorpinu. Hún grét sig í svefn fyrstu tvö árin og vildi fá að fara aftur í sveitina til ömmu þó að þar hafi verið mikil fátækt.“ Bjargvættir frá Íslandi Mari átti erfitt með að kveðja ömmu sína en hún hafi skilið það að amma hennar og afi gátu ekki séð fyrir átta börnum. Í SOS þorpinu tók við ströng rútína enda hafði rútínuleysti einkennt þeirra líf og Mari gat til dæmis ekki byrjað í grunnskóla á réttum tíma þar sem hún kunni meðal annars ekki að lesa enda hafði verið lítið um kennslu á sveitabæ ömmu hennar. „Ég átti sponsor frá Íslandi, nema að hann lagði meira inn.“ Styrktarforeldrar leggja mis mikið inn á börnin sem þeir styrkja og sumir sýna börnunum einstaklega mikinn áhuga og vilja hjálpa meira. Mari var með íslenska styrktarforeldra sem sýndu henni mikinn áhuga og buðu henni að flytja til Íslands í þeirri von um að hún myndi eignast betra líf. „Fyrst þegar ég kem þá byrja ég að vinna á leikskóla í Hafnarfirði hjá dóttur hans. Dóttir hans var leikskólastjórinn þar.“ Festi ræturnar í Flensborg Fjölskyldan hjálpaði henni líka að komast í Flensborg og klára menntaskóla. Þá var planið hennar ekki að vera hérna áfram, en nú eru komin sextán ár. „Með því að skrá mig í framhaldsskóla þá festi ég mig.“ Hún eignaðist þar vini sem eru eins og fjölskylda hennar í dag af því að vinir mínir „Auðvitað var fyrsta árið erfitt og ég var ótrúlega rótarlaus. Þótt ég væri í sambandi fannst mér ég samt vera einmanna af því að ég fann mig aldrei.“ Í dag er hún umkringd fólki sem elskar hana og uppfyllir það mikið. „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið lengur af því að vinir mínir fylla þessa tilfinningu svo mikið.“ Aldrei verið jafn glöð Mari er einstaklega efnilega íþróttakona, hleypur 160 kílómetra eins og ekkert sé, stundar gönguskíði og er þekkt fyrir að vera einstaklega jákvæð og skemmtileg. Mari skráði sig í sitt fyrsta utanvegahlaup fyrir rúmlega tveimur árum og fann ástríðuna í lífi sínu. Hún tók þátt í Esja Ultra, skráði sig í lengstu vegalengdina og komst þar á verðlaunapall án þess að hafa tekið þátt í hlaupum áður. „Ég bara hélt alltaf áfram og kláraði þetta.“ Mari var stolt af sjálfri sér og fékk ótrúlegar móttökur frá hlaupurum eins og Elísabetu Margeirsdóttur þegar hún kom í marko. „Ég hef aldrei verið jafn glöð að koma í mark, þarna gerist eitthvað magnað.“ Það var bara upphafið af hennar íþróttaferli. „Það var ekki aftur snúið, þetta varð bara ástríða.“ Í dag hefur hún hlaupið 164 kílómetra í Hengill Ultra og er hvergi nærri hætt. Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ísland í dag Innflytjendamál Hlaup Tengdar fréttir Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu „Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð. 11. ágúst 2021 13:00 Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum. 10. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustu „Fitukirtlarnir mínir virka ekki og það er ótrúlega mikil ofmyndun á húðfrumum í líkamanum þannig að þær safnast upp og detta ekki af eins og hjá öðrum,“ segir Arnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð. 11. ágúst 2021 13:00
Sindri heimsótti Gulla í sumarbústaðinn Gulli Helga vinnur nú að því að stækka sumarbústaðinn sinn og segir að þetta sé afslöppun, svona eins og margir aðrir velja að spila golf í frítímanum. 10. ágúst 2021 10:30