Ný framtíð Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 12. ágúst 2021 10:01 Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun