Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 13:42 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/baldur Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53