Mikkelsen hefur verið einhver albesti framherji Íslands undanfarin ár og er samkvæmt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, jafnvel enn betri manneskja.
Framherjinn knái gekk í raðir sumarið 2018 eftir stutt stopp í Skotlandi og hóf strax að raða inn mörkum. Alls skoraði hann 51 mark í 75 deildar, bikar og Evrópuleikjum fyrir Breiðablik.
Mikkelsen hefur samið við Kolding og mun hjálpa liðinu að berjast um sæti í næstefstu deild. Kolding hóf tímabilið á 0-1 tapi gegn Thisted FC og er ljóst að Mikkelsen á að bæta úr því.
#VelkommenThomas!
— Kolding IF Fodbold (@KoldingIF) August 11, 2021
Gjort mulig af vores fantastiske samarbejdspartnere Mediator A/S, MOS MOSH, Fit Nu, Sonlac A/S og SamPartner! #ViErKolding pic.twitter.com/AxqMMwDy63