Það eru næstum tveir áratugir síðan Argentínumaðurinn Lionel Messi steig fyrst fram á sjónarsviðið. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins aðeins 17 ára gamall og hefur síðan þá orðið að einum besta leikmanni sögunnar, ef ekki þeim besta.
Messi hefur spilað í treyju númer 19 og gerði númerið 10 ódauðlegt hjá Börsungum þá hóf hann ferilinn með númerið 30 á bakinu og hann ætlar aftur í ræturnar – ef svo má að orði komast – hjá PSG.
Góðvinur hans Neymar er með tíuna og þó Brasilíumaðurinn hafi boðið Messi að fá 10-una þá sagði Messi einfaldlega takk en nei takk.
A new in Paris!
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 10, 2021
PSGxMESSI pic.twitter.com/scrp1su9a6
Mess hefur ákveðið að spila í treyju númer 30 í París líkt og hann gerði í upphafi ferilsins hjá Barcelona. Hvort hann fari svo í treyju númer 19 og þaðan í 10-una verður einfaldlega að koma í ljós.