Telur ótækt að láta veiruna ganga óhindraða um samfélagið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 17:55 Svandís ræddi við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Vísir/Sigurjón Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að á hverjum degi sé unnið að því að bregðast við stöðunni á Landspítalanum, en líkt og fjallað hefur verið um eru blikur á lofti um hvort spítalinn ráði við mikið fleiri innlagnir af völdum Covid-19. Hún segir ljóst að óhindruð útbreiðsla myndi valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið. „Við erum að gera eitthvað á hverjum einasta degi og erum í raun og veru í mjög þéttu samtali við Landspítala,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Á fundinum var tilkynnt um að þær aðgerðir sem nú voru í gildi, 200 manna samkomutakmarkanir, grímuskylda og eins metra nándarregla, yrðu framlengdar um tvær vikur. Upphaflega stóð til að ráðstafanirnar yrðu í gildi til og með 13. ágúst. „Við erum mjög meðvituð um það hversu nálægt þessum þolmörkum [spítalans] við erum, en um leið viljum við leita leiða til þess að ýta þessum þolmörkum aðeins til með því að bæta umhverfið fyrir Landspítala,“ sagði Svandís og bætti við að spítalinn teldi sig enn geta sinnt sínu verkefni. Svandís segir alls óljóst hversu langt upp núverandi bylgja faraldursins hér á landi, sem er sú stærsta hingað til, muni rísa. Um og yfir hundrað manns hafa greinst á degi hverjum að undanförnu. „En við vitum það að ef smitin eru gríðarlega mörg, þá þarf ekkert voðalega hátt hlutfall þeirra að veikjast til þess að það verði verulegt álag fyrir kerfið okkar. Þannig að við þurfum að vera á tánum,“ sagði heilbrigðisráðherrann. Hún segir sóttvarnalækni ekki þeirrar skoðunar nú að grípa þurfi til harðari aðgerða, né að unnt sé að aflétta takmörkunum. Sömu markmið en annað umhverfi Svandís kvaðst ekki geta tjáð sig um hvort aðgerðum yrði með öllu aflétt í vetur. Nú væri enn sú staða uppi að meta þyrfti stöðuna frá einni viku til annarrar. Markmiðin væru áfram þau sömu, að verja líf og heilsu fólks, vernda heilbrigðiskerfið, skýla viðkvæmum hópum og halda samfélaginu gangandi. „Umhverfið er annað. Delta-hagar sér pínulítið öðruvísi og svo erum við líka með bólusett samfélag sem við ætlum raunar að bólusetja betur,“ sagði Svandís. Aðspurð um þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að ná fram hjarðónæmi hér á landi, með því að láta veiruna ganga um samfélagið meðal bólusettra en vernda viðkvæma hópa á meðan, sagðist Svandís ekki geta lagt mat á það. Til þess hefði hún sérfræðinga innan handar. „Í raunverulegu samfélagi getur bylgja af þessu tagi ekki gengið óhindrað í gegn án þess að valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið. Ég held að við viljum aldrei vera í þeirri stöðu að þurfa að flokka þá sem koma inn til þess að njóta heilbrigðisþjónustu. Við viljum sinna öllum sem þangað koma og þannig þurfum við að tempra faraldurinn, og það er okkar verkefni.“ Aðgerðirnar viðeigandi miðað við daginn í dag Aðspurð hvort ekki væri verið að leyfa veirunni að ganga um samfélagið í vissum skilningi, í ljósi þess að aðgerðir nú eru ekki jafn harðar og þekktist hér áður en fjöldabólusetningar urðu að veruleika, sagði Svandís að vissulega mætti rökstyðja það að ekki væri verið að halda veirunni niðri af jafn miklum krafti og áður. Hún sagðist þó telja að aðgerðirnar sem nú eru í gildi séu nægilegar, meðan hlutfall smitaðra sem veikist alvarlega er jafn lágt og raun ber vitni. „Við getum það miðað við daginn í dag en svo sjáum við ekki fyrir endann á þessari bylgju og hvernig hún kemur til með að haga sér. Ég auðvitað vona að hún muni fljótlega ná hámarki og fari svo að gefa aftur eftir,“ sagði Svandís. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Fleiri fréttir Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Sjá meira
„Við erum að gera eitthvað á hverjum einasta degi og erum í raun og veru í mjög þéttu samtali við Landspítala,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Á fundinum var tilkynnt um að þær aðgerðir sem nú voru í gildi, 200 manna samkomutakmarkanir, grímuskylda og eins metra nándarregla, yrðu framlengdar um tvær vikur. Upphaflega stóð til að ráðstafanirnar yrðu í gildi til og með 13. ágúst. „Við erum mjög meðvituð um það hversu nálægt þessum þolmörkum [spítalans] við erum, en um leið viljum við leita leiða til þess að ýta þessum þolmörkum aðeins til með því að bæta umhverfið fyrir Landspítala,“ sagði Svandís og bætti við að spítalinn teldi sig enn geta sinnt sínu verkefni. Svandís segir alls óljóst hversu langt upp núverandi bylgja faraldursins hér á landi, sem er sú stærsta hingað til, muni rísa. Um og yfir hundrað manns hafa greinst á degi hverjum að undanförnu. „En við vitum það að ef smitin eru gríðarlega mörg, þá þarf ekkert voðalega hátt hlutfall þeirra að veikjast til þess að það verði verulegt álag fyrir kerfið okkar. Þannig að við þurfum að vera á tánum,“ sagði heilbrigðisráðherrann. Hún segir sóttvarnalækni ekki þeirrar skoðunar nú að grípa þurfi til harðari aðgerða, né að unnt sé að aflétta takmörkunum. Sömu markmið en annað umhverfi Svandís kvaðst ekki geta tjáð sig um hvort aðgerðum yrði með öllu aflétt í vetur. Nú væri enn sú staða uppi að meta þyrfti stöðuna frá einni viku til annarrar. Markmiðin væru áfram þau sömu, að verja líf og heilsu fólks, vernda heilbrigðiskerfið, skýla viðkvæmum hópum og halda samfélaginu gangandi. „Umhverfið er annað. Delta-hagar sér pínulítið öðruvísi og svo erum við líka með bólusett samfélag sem við ætlum raunar að bólusetja betur,“ sagði Svandís. Aðspurð um þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að ná fram hjarðónæmi hér á landi, með því að láta veiruna ganga um samfélagið meðal bólusettra en vernda viðkvæma hópa á meðan, sagðist Svandís ekki geta lagt mat á það. Til þess hefði hún sérfræðinga innan handar. „Í raunverulegu samfélagi getur bylgja af þessu tagi ekki gengið óhindrað í gegn án þess að valda verulegu álagi á heilbrigðiskerfið. Ég held að við viljum aldrei vera í þeirri stöðu að þurfa að flokka þá sem koma inn til þess að njóta heilbrigðisþjónustu. Við viljum sinna öllum sem þangað koma og þannig þurfum við að tempra faraldurinn, og það er okkar verkefni.“ Aðgerðirnar viðeigandi miðað við daginn í dag Aðspurð hvort ekki væri verið að leyfa veirunni að ganga um samfélagið í vissum skilningi, í ljósi þess að aðgerðir nú eru ekki jafn harðar og þekktist hér áður en fjöldabólusetningar urðu að veruleika, sagði Svandís að vissulega mætti rökstyðja það að ekki væri verið að halda veirunni niðri af jafn miklum krafti og áður. Hún sagðist þó telja að aðgerðirnar sem nú eru í gildi séu nægilegar, meðan hlutfall smitaðra sem veikist alvarlega er jafn lágt og raun ber vitni. „Við getum það miðað við daginn í dag en svo sjáum við ekki fyrir endann á þessari bylgju og hvernig hún kemur til með að haga sér. Ég auðvitað vona að hún muni fljótlega ná hámarki og fari svo að gefa aftur eftir,“ sagði Svandís.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Fleiri fréttir Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Sjá meira